fbpx

Almennir skilmálar

Almennir skilmálar

 1. Vörur okkar eru seldar með ábyrgð samkvæmt lögum nr. 48/2003 um neytendakaup
 2. Ekki er tekin ábyrgð á vörunni ef rekja má bilun til rangrar meðferðar eða rangrar umgengni um vöruna.
 3. Allur afhendingartími er áætlaður, Ál og Gler ehf er ekki bótaskylt ef afhendingartími reynist lengri en áætlaður afhendingartími.
 4. Engin ábyrgð er tekin á þéttilistum milli glerja á svalaskjólum.
 5. Kaupandi ber ábyrgð á því að öll tilskilin leyfi séu til staðar og ber straum af þeim kostnaði.
 6. Ábyrgð gildir einungis ef varan er uppsett af seljanda.
 7. Sé verkstaður utan höfuðborgarsvæðis eða það umfangsmikill að efni kemst ekki í
 8. sendibíla Ál og Glers áskilur Ál og Gler að rukka sérstaklega fyrir flutning efnis.
 9. Sé þörf á verkpöllum, lyftubúnaði eða annars sem þarf til uppsetningar vörunnar, áskilur. Ál og Gler sé rétt til að rukka það sérstaklega.
 10. Ef um er að ræða verkstað þar sem gisting og uppihalds starfsmanna sé þörf, þá áskilur Ál og Gler sé rétt til að rukka það sérstaklega.
 11. Kostnaður vegna frágangs eins og múrvinnu, málunar, flasninga og annara aðliggjandi byggingarþátta er ekki innifalin í tilboðum Ál og Glers.
 12. Svalalokanir eru ekki 100% vatnsþéttar og því er vatnsleki því afar eðlilegur.
 13. Gert er ráð fyrir að verkstaður sé tilbúin fyrir uppsetningu, þurfi sérstaklega að undirbúa verkstað, t.d. með niðurrifi byggingareininga þá er það ekki innifalið í tilboðum Ál og Glers.
 14. Við verklok er verkið metið til lækkunar eða hækkunar, miðað við uppsetta lengdarmetra svalalokunar eða handriðs eða fermetra þaks, samanborið við upphaflegt tilboð.
 15. Hvorugur samningsaðili verður krafinn um bætur vegna framkvæmdar þessa verks, ef óviðráðanleg atvik, svo sem vinnudeilur, náttúruhamfarir, lög, reglugerðir eða önnur þau atvik sem ekki eru sök samningsaðila eða í þeirra valdi að ráða við, koma í veg fyrir efndir hans. Aðili sem ber fyrir sig óviðráðanlegt ytri atvik ber sönnunarbyrðina fyrir að atvik séu með þeim hætti. Aðilar skulu upplýsa gagnaðila skriflega, með rökstuðningi, innan tveggja daga frá því að atvik kemur upp. Ef óviðráðanlegt atvik varir lengur en 60 daga falla skyldur skv. samningi niður.