fbpx

Svalalokun




 

Verndaðu svalirnar með lokun.

 

Svalalokun frá okkur halda frá vindi, ryki, fuglum, snjó og regni en heldur sólinni inni. Þannig eyðir þú minni tíma og kostnaði við viðhald og sérð til þess að vernda svalirnar að innan. 

 

 

Minnkaðu hávaða og hámarkaðu öryggi.

Svalalokun frá Ál og Gler draga úr hljóðmengun allt að 50% svo þú getur slakað á og aukið svefnáægju á sama tíma. Þú getur einnig sofið betur vitandi það að hertu glerin okkar eru örugg.

Sveigjanleg notkun á svölunum.

 

 

Svalalokun frá Ál og Gler leyfir þér að nýta svalirnar og skapa þetta aukapláss sem vantar á heimilinu. Svalirnar verða alltaf úti og sjaldnast partur af stofunni en með lokun er hægt að nýta rýmið fyrir fjöldan allan af viðburðum, sama hvernig viðrar og út allt árið.

Morgunmatur á svölunum um vordægur, heitur kaffibolli á meðan rigningin lekur niður glerin eða rómantískur kvöldverður yfir marglita sólsetri um haustið, nokkrir kílómetrar á æfingarhjólinu meðan snjókornin falla á jörðina eða hvað sem þig lystir. Nýttu loksins svalirnar allt árið.

Nýtt rými í íbúðinni.

Við trúum því að svalirnar eigi að vera nýtanlegt rými allt árið og það besta er að það svæði er utan við íbúðina, sem gerir það að verkum að hægt er að kúpla sig frá, slaka á og njóta útsýnisins. Þannig er hægt að skapa glæsilegt nýtt rými og möguleikarnir eru nánast endalausir.

  • Svalir sem eru alltaf í notkun, 7 daga vikurnar, 365 daga á ári verður þægilegt og nothæft rými fyrir slökun, innblástur eða tíma með fjölskyldu og vinum.
  • Rólegt svæði fyrir einveru eða spilakvöld með vinum, hvað sem hentar hverju sinni, svæðið getur einnig orðið vinnuaðstaða ef rólegheitar er krafist eða leiksvæði fyrir börnin þar sem er hægt að læsa svölunum með lykli og þannig vita að börnin eru örugg.
  • Staður sem hægt er að fara á án þess að fara af heimilinu, njóttu útiverunnar í öryggi og rólegheitum heima hjá þér, njóttu þín með í kuldanum með hitara og settu réttu lýsingu þegar vetrarkvöldin dimma tilveruna.

Svalirnar geta orðið staður þar sem þú stjórnar árstíðunum, þar sem vorið kemur snemma og veturinn miklu seinna. Skapaðu sérstakt rými í þínu heimili, þar sem þú getur notið þín hvernig og hvenær sem er. Hver segir að það þurfi alltaf að fara úr þægindahringnum.

Og auðvitað þar sem svalirnar eru opnanlegar er hægt að renna glerjunum til hliðar fyrir ferskt loft og sólskin þegar vel viðrar.

Uppsetning.

 

30% af kostnaðaráætlun greiðist þegar viðskiptavinur samþykkir að fjárfesta í svalalokun.

Reikningsnúmer: 0545 -26- 2095 Kennitala: 410617-0130

Þaðan af komum við og mælum lokunina frá A-Ö og hún er send í pöntun. Uppsetning á sér stað 8-10 vikur frá pöntun.

getFile.do

Gott fyrir umhverfið og veskið.

 

Einnig er hægt að spara orkuna, þó nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að svalalokanir minnka orkukostnað, það er ekki bara betra fyrir umhverfið heldur líka veskið.

5 ára ábyrgð.

 

Svalalokun er fjárfesting til framtíðar sem eykur fasteignamat og verðgildi íbúðar, þess vegna skiptir máli að hafa góða ábyrgð skyldi eitthvað koma upp á. Ál og Gler er traust fyrirtæki með vörur frá 40 ára gömlu fyrirtæki og því ert þú í góðum höndum.

FI-Cleaning-Balcony-090921-004