Sólstofurnar frá Ál og Gler eru smíðaðar úr gæða áli og glerjaðar með tvöföldu eða þreföldu einangrunargleri. Hægt er fá hefðbundna kalda álprófíla eða þá einangrandi álprófíla þar sem kuldabrú hefur verið slitinn í sundur. Hægt að fá sólskálana í mismunandi útfærslum, með hefðbundnum glerhurðum eða rennihurðum og mismunandi opnanlegum fögum. Skálarnir eru 100% vind- og vatnsþéttir.
Einnig er hægt að fá sólskála með svalaskjóls hliðum, sem eru einföld hert gler sem hægt er að opna alveg, þannig sólskáli er 95% vatnsheldur.
Skálarnir eru sérhannaðir eftir þínum óskum og þörfum og standast allar kröfur sem íslenskt veðurfar gerir til slíkra skála.
Hafðu samband við söludeild okkar til að fá tilboð þér að kostnaðarlausu.
Þú getur valið um hvort hliðar sólskálans verði með einföldum hertum glerjum sem hægt er að opna alveg,hliðar eru þá glerjaðar með 12 mm hertu gleri. Ef valdar eru hliðar með svalaskjóli þá er skálinn 95% vatnsheldur.
Hægt er að velja hvaða RAL lit á álprófílana.
Sólskálar með gluggaeiningum eru 100% vatnsþéttir, Hönnunarmöguleikarnir eru óteljandi þar sem hægt er að velja um mismunandi opnanleg fög, rennihurðir, lit glerja og lit álprófíla.
Einnig er alltaf hægt að fá ljósabúnað með öllum þökum.
Þaklausnir frá TS Aluminium eru afar vandaðar og þykja henta íslenskum veðuraðstæðum mjög vel.
Rennihurðir gera þér kleift að hanna stofu eða herbergi á nýjan hátt, þær taka ekkert pláss þegar þær eru opnaðar, þær opnast mikið og stóru glerin í rennihurðinni fegra hönnun rýmisins.
Rennihurðarnar eru gerðar úr nýtískulegum álprófílum sem ekki þurfa viðhald eða endurmálun. Rennihurðarnar geta verið með allt að sex glerjum. Glerið í rennihurðunum getur verið allt að 30 mm þykkt.
Sólskáli er fjárfesting til framtíðar sem eykur fasteignamat og verðgildi íbúðar, þess vegna skiptir máli að hafa góða ábyrgð skyldi eitthvað koma upp á. Ál og Gler er traust fyrirtæki og því ert þú í góðum höndum.
Heimilisfang: Trönuhraun 8, Hafnarfjörður, 220
Netfang: aloggler@aloggler.is
Sími: 534 5453
Mánudaga til Fimmtudags: 09:00 – 17:00
Föstudaga: 09:00 – 16:00
Helgar: Lokað